18 svölustu herbergin í golfinu (2/3)
Íslenskir kylfingar eru þekktir fyrir að ferðast mikið, sérstaklega þegar kólna tekur í veðri hér á Íslandinu góða og betra er að leita til heitari landa til að stunda uppáhaldsiðjuna, golfið.
Framboð ferðaskrifstofa á golfferðum hefir aukist og kylfingar hafa kynnst dásemdargolfstöðum, sem hver eru öðrum fegri og veglegri í hlaðborðum og viðgjörningi við svanga kylfinga, þegar þeir koma inn eftir að hafa varið deginum í golfi.
Vistarverurnar, herbergin sem dvalist er í erlendis eru afar mismunandi og mismunandi, auðvitað, hvað kylfingar leggja mikið upp úr þeim.
Fyrir suma er dvalarstaðurinn aukaatriði, golfiðkunin nr. 1.
Allir vilja hafa herbergin sem þægilegust, að sjálfsögðu, hrein og fín og laus við skorkvikyndi, sem því miður er mikið af í heitari löndum, en svo eru virkilega til topp-svíturnar, sem bjóða upp á allt og miklu meira: besta útsýnið yfir golfstaðinn, nálægð við völlinn, allt og virkilega allt 1. flokks. Hvaða herbergi skyldu vera þau bestu á golfstöðum?
Golf Digest hefir um 1300 starfsmenn, sem allir eru sérfræðingar á sínu sviði, vinna við að gefa golfstöðum einkunnir, hafa ferðast mikið milli golfstaða og þekkja þá eins og handarbakið á sér og þessir sérfræðingar komu saman og völdu 18 bestu topp-lúxus herbergin. Niðurstaða þeirra er eftirfandi, en þeim þykja eftirfandi 18 herbergi þau bestu. Hér verða næstu 6 af þessum 18 kynnt en fyrstu 6 voru kynnt í gær og loka 6 verða kynnt á morgun:
7 CAL CLUB OF SAN FRANCISCO, SOUTH SAN FRANCISCO
Herbergin á efri hæð klúbbhússins
Barinn í karlabúningsklefanum er vinsæll staður bæði fyrir félagsmenn og gesti.

Frá Cal Club í San Francisco – Herbergin í klúbbhúsinu eru meðal þeirra allra flottustu
• • •
8 CYPRESS POINT CLUB, PEBBLE BEACH
Herbergin fyrir ofan klúbbhúsið
Í þessum herbrgjum er flott útsýni yfir 18. holuna og herbergin eru staðsett aðeins 1 mínútu göngu frá Sam’s Special libation.

Flott útsýni er frá herberginu yfir Cypress Point
9 ERIN (WISCONSIN) HILLS GOLF COURSE
Cottages
Það er aðeins stutt ganga fra´18. flöt að þessum sveitarlegu, nýlegu smáhýsum, sem hýsa allt að 8 manns.

Klúbbhúsið (t.v.) og eitt 4 nýlegra smáhýsa t.h. í Erin
• • •
10 KIAWAH ISLAND (S.C.) GOLF RESORT
The Sanctuary’s Presidential suite
Þrátt fyrir að hinn frægi Ocean völlur sé í stuttri akstursfjarlægð frá þá finnst manni eins og hægt sé að snerta Atlantshafið af einum af 3 svölunum í þessari 1000 metra svítu, þar sem er borðstofuborð m.a. þar sem 12 geta setið við. Þetta er hin fræga The Sanctuary’s Presidential Suite.

Svefnherbergi í Presidential Suite

Stofan í Presidential Suite

Borðstofuborð þar sem 12 geta setið í Presidential Suite
• • •
11 MEDALIST GOLF CLUB, HOBE SOUND, FLORIDA
Cottage
Þessi tveggja hæða smáhýsi eru nálægt æfingasvæði þannig að hægt er að vera kominn þangað innan 5 mínútna.

Eitt svefnherbergja í Hobe smáhýsunum í Medalist Club

Borðstofa í Hobe smáhýsi

Setustofa í Hobe smáhýsi – Gott að slappa af þar eftir langan dag á vellinum!

Baðherbergi í Hobe smáhýsi
• • •
12 NATIONAL GOLF LINKS OF AMERICA, SOUTHAMPTON, NEW YORK
Öll herbergi sem snúa að 18. braut
Þessi herbergi eru flott vegna sérstaks útsýnis á golfvöllinn og flóann.

Klúbbhúsið á National Golf Links of America
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
