Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2017 | 10:00

LET: Valdís Þóra náði ekki niðurskurði í Abu Dhabi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tók þátt í Fatima Bint Mubarak Ladies Open, sem fram fer á Saadiyat Beach Club í Abu Dhabi.

Valdís Þóra náði ekki niðurskurði í mótinu.

Hún lék á samtals 5 yfir pari, 151 höggi (75 74) en niðurskurður var miðaður við 1 undir pari eða betra.

Í dag lék Valdís Þóra á 74 höggum; fékk 3 fugla, 11 pör, 3 skolla og 1 tvöfaldan skolla.

Eftir 2. keppnisdag er Lee Ann Pace frá S-Afríku efst á samtals 12 undir pari 132 höggum (66 66) en Aditi Ashok frá Indlandi í 2. sæti á samtals 11 undir pari.

Sjá má stöðuna á Fatima Bint Mubarak Ladies Open með því að SMELLA HÉR: