Ragnhildur Kristinsdóttir GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2017 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur lauk keppni í 12. sæti í Georgía – Gunnhildur T-51

Tveir íslenskir kvenkylfingar luku í dag keppni á móti í bandaríska háskólagolfinu.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og golflið hennar Eastern Kentucky University (EKU) og Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og Elon, tóku þátt í Idle Hour Collegiate Presented by Craniofacial Pain & Dental Sleep Center of Georgia mótinu, sem fram fór 30.október – 1. nóvember 2017.

Þátttakendur voru 70 frá 11 háskólum og var gestgjafi mótsins Mercer háskóli í Macon, Georgía.

Ragnhildur lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (74 75 81) og varð í 12. sæti í einstaklingskeppninni – en lið EKU varð 3. sæti í liðakeppninni.

Gunnhildur lék á samtals 28 yfir pari, 244 höggum (81 79 84) og varð T-51 – en Elon varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Idle Hour Collegiate Presented by Craniofacial Pain & Dental Sleep Center of Georgia mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Þetta er síðasta mót Ragnhildar á haustönn – næsta mót hennar og EKU fer fram 19. febrúar 2018 – Þetta er jafnframt síðasta mót Gunnhildar á haustönn og næsta mót hennar og Elon ekki fyrr en á næsta ári 2018.