Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2017 | 18:00

Kylfingi vikið úr HSBC en hlýtur samt $43.000!

Það eru ekki margir sem kannast við japanska kylfinginn Shugo Imahira.

Hann spilar á japanska PGA og hefir sigrað þrívegis þar. Hann er nr. 102 á heimslistanum.

Shugo tók þátt í HSBC heimsmótinu í Shanghaí, Kína sl. helgi.

Á laugardaginn átti Shugo rástíma kl. 10:35, en mætti of seint á teig og hlaut hann frávísun úr mótinu, eftir að hafa spilað fyrstu tvo dagana á 151 höggi (72 79).

Hann hlýtur hins vegar $43.000 fyrir að hafa tekið þátt í mótinu, því í heimsmótum er enginn niðurskurður og allir hljóta verðlaunafé –  Eflaust ein eftirsóknarverðustu mótin að fá að taka þátt í!!!