Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía lauk keppni á Sime Darby T-59

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR lauk Sime Darby mótinu í Malasíu nú sl. nótt T-59.

Lokahringurinn var lakasti hringur mótsins hjá henni en hún lék á samtals 7 yfir pari, 291 höggi (74 67 73 77).

Fyrir hringinn var hún T-46 og lækkaði því miður á skortöflunni um 13 sæti.

Á lokahringnum lék Ólafía á 6 yfir pari, 77 höggum; fékk 2 fugla, 4 skolla og 1 tvöfaldan skolla. Fyrir lokahringinn var Ólafía Þórunn á 1 yfir pari eftir 3 hringi.

Sigurvegari mótsins var bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr, á samtals 15 undir pari, 269 höggum (70 63 65 71).

Til þess að sjá lokastöðuna á Sime Darby mótinu í Malasíu SMELLIÐ HÉR: