Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2017 | 08:00

LPGA: Ólafía á 73 á 3. degi í Malasíu – Fylgist með lokahringnum að miðnætti í kvöld!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR lék 3. keppnishring sinn á 24. LPGA mótinu sem hún tekur þátt í á þessu keppnistímabili, Sime Darby í Malasíu.

Hún lauk 3. hring á 2 yfir pari, 73 höggum; hring þar sem hún fékk 3 fugla, 10 pör og 5 skolla.

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 1 yfir pari, 214 höggum ( 74 67 73) og er T-46.

Ólafía Þórunn fer út kl. 8:08 a.m. að malasískum tíma (sem er kl. 00:08 a.m.  að íslenskum tíma).

Til þess að sjá stöðuna á Sime Darby mótinu SMELLIÐ HÉR: