Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2017 | 18:00

LET Access: Valdís hafnaði í 2. sæti á SGT mótinu á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, náði þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu á lokamóti Santander Golf Tour (SGT) í Valencia á Spáni.

Valdís lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (66 73 72) og var aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum Emmu Nilson frá Svíþjóð.

Á hringnum í dag lék Valdís Þóra á sléttu pari, 72 höggum; fékk 4 fugla, 2 skolla og því miður líka einn tvöfaldan skolla; einum skolla og mikið eða einum fugli of lítið, til þess að koma sér í bráðabana.

Eftir stendur 2. sætið, sem þrátt fyrir örlítil vonbrigði er svo ótrúlega flottur árangur!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á lokamóti SGT SMELLIÐ HÉR: