Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía m/stórglæsilegan 2. hring á Sime Darby – 67 högg!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, átti stórglæsilegan hring á 24. LPGA mótinu sínu, sem hún tekur þátt í, Sime Darby í Malasíu.

Þeim sem fylgjast með Ólafíu urðu það nokkur vonbrigði í nótt þegar fresta varð keppni vegna veðurs.

Ólafía var þá búin að ljúka leik á 8 holum og var komin á 1 undir par.

Eftir að veður lægði hélt keppnin áfram og lék Ólafía Þórunn hringinn samtals á 4 undir pari, 67 höggum.  Æðislegt!!!

Á hringnum fékk hún hvorki fleiri né færri en 6 fugla, 10 pör og 2 skolla.

Samtals er Ólafía því nú á 1 undir pari, 141 höggi (74 67) og deilir 33. sætinu með 7 öðrum kylfingum, m.a. hinni áströlsku Minjee Lee og hinni bandarísku Brittany Lang.

Hin kínverska Shanshan Feng er í efsta sæti; búin að spila á samtals 11 undir pari, þegar hún á 1 holu eftir, en fresta varð keppni aftur vegna myrkurs og eiga örfáir keppendur (6 alls) eftir að ljúka spili á síðustu holu.

Til þess að sjá stöðuna á Sime Darby mótinu SMELLIÐ HÉR: