Nýju strákarnir á PGA 2018: Abraham Ancer (22/50)
Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.
Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.
Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.
Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum.
Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.
Sá sem varð í 4. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $337,998 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $42,470; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$295,528) var mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer.
Abraham Ancer fæddist í McAllen, Texas, 27. febrúar 1991 og er því 26 ára. Hann ólst upp í Reynosa, Mexíkó til 14 ára aldurs.
Foreldrar Ancer eru báðir mexíkanskir og hann sjálfur er með tvöfaldan ríkisborgararétt.
Ancer er 1,70 m á hæð og er 70 kg. Golf var fyrsta og eina íþróttin sem hann hefir stundað.
Meðal uppáhaldsminninga úr golfinu er að vinna pabba í fyrsta sinn og fá að hitta Jack Nicklaus.
Golfklúbburinn sem Ancer tilheyrir er Cimarron National GC (Guthrie, Oklahoma).
Ancer útskrifaðist úr Sharyland High School í Mission, Texas, þar sem hann var All-Valley í 4 ár og þrefaldur MVP.
Hann lék síðan golf í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Oklahoma, Odessa College.
Ancer hefir spilað á Web.com Tour frá árinu 2014 og á einn sigur í beltinu þar frá árinu 2015 þ.e. á Nova Scotia Open.
PGA Tour tók viðtal við Ancer og birtist á vefsíðu mótaraðarinnar – Sjá má viðtalið með því að SMELLA HÉR:
Hér má sjá kynningarmyndskeið með Abraham Ancer SMELLIÐ HÉR:
Ýmsir fróðleiksmolar um Ancer:
*Ef hann væri ekki kylfingur myndi hann vilja vera kappakstursmaður.
*Myndi vilja skipta um hlutverk við Sebastian Vettel einn dag því „það er svo gaman að keyra F1 kappaksturbíl“
*Ancer safnar pútterum.
*Meðal þess sem Ancer myndi vilja gera er að stökkva fallhlífarstökk og fljúga þotu.
*Uppáhaldssögn Ancer hefur hann eftir Zig Ziglar, sem sagði: :“You are the only person on earth who can use your ability.“ (Lausleg þýðing: Þú ert eina manneskjan í heiminum, sem getur notað hæfileika þína.“
*Twitterfang Ancer er: @abraham_ancer
*Uppáhaldstómstundaiðja er: að fara á veiðar og knattspyrna.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
