Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 20:30

LET Access: Frábært!!! – Valdís Þóra deilir efsta sæti e. 2. dag á Spáni!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefir leikið glæsigolf á  á lokamóti Santander Golf Tour (SGT) í Valencia á Spáni.

Eftir 2. keppnisdag deilir Valdís Þóra efsta sætinu ásamt Emmu Nilsson frá Svíþjóð.

Báðar hafa þær spilað á samtals 5 undir pari, 139 höggum; Valdís (66 73) og Emma (69 70).

Gaman að sjá íslenskan kylfing efstan á stórri mótaröð erlendis!!! Valdís Þóra er svo sannarlega að gera góða hluti!!!

Það stefnir í einvígi milli Valdísar og Emmu þ.e. Ísland/Svíþjóð á morgun í Valencia – Fygist með!!!

Til þess að sjá stöðuna á lokamóti SGT SMELLIÐ HÉR: