Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur úr leik á Ras Al Kaimah Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG tók þátt í Ras Al Kaimah Challenge, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótsstaður er Al Hamra golfklúbburinn í Ras Al Kaimah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Birgir lék samtals á 2 yfir pari, 146 höggum (75 71), bætti sig um 4 högg milli hringja en það dugði því miður ekki til og komst Birgir Leifur ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við parið eða betra.

Sá sem er efstu í mótinu eftir 2 hringi eru Hollendingurinn Jurrian Van der Vaart og Chase Koepka, bróðir hins fræga Brooks Koepka, en þeir eru búnir að spila á 10 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna á Ras Al Kaimah Challenge með því að SMELLA HÉR: