Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2017 | 12:00

GKG: Aron, Sigurður og Ragnar Már hefja keppni á EM golfklúbba í Frakklandi

Aron Snær Júlíusson og bræðurnir  Sigurður Arnar Garðarsson og Ragnar Már Garðarsson skipa lið GKG, sem keppir á Evrópumeistaramóti golfklúbba 2017.

Mótið fer fram á Golf du Médoc í Frakklandi og hefst keppnin 26. október.

GKG tryggði sér keppnisrétt á þessu móti með sigri í 1. deild á Íslandsmóti golfklúbba 2017.

Alls eru 24 klúbbar sem taka þátt og koma þeir frá eftirfarandi löndum:

Austurríki
Belgía
Danmörk
Eistland
England
Finnland
Frakkland
Grikkland
Holland
Írland
Ísland
Ítalía
Kasakstan
Króatía
Lúxemborg
Pólland
Portúgal
Serbía
Skotland
Slóvakía
Spánn
Sviss
Wales
Þýskaland

Heimild: GSÍ