Hlynur Bergsson, GKG. Mynd: Golf 1 Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Bergs og Óðinn Þór – 23. október 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Hlynur Bergsson, GKG. Hlynur er fæddur 23. október 1998 og er því 19 ára í dag. Hlynur er Íslandsmeistari pilta í höggleik 2015. Hann tók m.a. þátt í Duke of York mótinu 2015 og landaði 25. sætinu, sem er góður árangur.
Árið 2016, varði Hlynur Íslandsmeistaratitil sinn í höggleik í piltaflokki og eins varð hann stigameistari í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni.
Í ár 2017 hefir Hlynur m.a. keppt á Eimskipsmótaröðinni
Komast má á facebook síðu Hlyns hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið

Hlynur Bergsson
Hlynur Bergsson 19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!
Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, er snilldarkylfingur, sem spilaði hér áður fyrr með góðum árangri á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni, en hefir því miður ekki sést á hvorugri mótaröðinni um skeið. Óðinn Þór sigraði m.a. drengjaflokk i á 1. mótinu á Þórláksvelli og í 7. mótinu í Grafarholtinu á Íslandsbankamótaröðinni 2014, þar sem hann fékk m.a. örn tvo daga í röð á 12. holunni!!!
Óðinn Þór varð í 3. sæti á stigalista GSÍ 2013, í drengjaflokki og var í afrekshóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni, fv. landsliðsþjálfara.
Hann tók þátt í keppninni um KPMG bikarinn 2013 og var einn af fáum í liði höfuðborgarinnar, sem vann sína leiki.
Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Óðinn Þór, sem tekið var fyrr á árinu með því að SMELLA HÉR:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Harvey Morrison Penick, f. 23. október 1904 – d. 2. apríl 1995; Chi Chi Rodriguez, 23. október 1935 (82 ára); Sigrun G Henriksen; 23. október 1961 (56 ára); Justin Walters, 23. október 1980 (37 ára); James Evangelo Nitties, 23. október 1982 (35 ára); Michael Sim, 23. október 1984 (33 ára); Samúel og Friðrik Gunnarssynir, GÓ og GA, 23. október 1989 (28 ára); Óðinn Þór Ríkharðsson, 23. október 1997 (20 ára); Megan Khang, 23. október 1997 (20 ára STÓRAFMÆLI!!! – spilar á LPGA)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
