Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2017 | 15:00

Evróputúrinn: Garcia sigraði á Valderrama Masters

Það var gestgjafi móts vikunnar á Evróputúrnum, Sergio Garcia, sem var svo ógestrisinn að sigra í sínu eiginn móti,  þ.e. Andalucia Valderrama Masters hosted by the Sergio Garcia foundation.

Mótið stóð dagana 19.-22. október og var að ljúka nú í þessu.

Sergio lék á samtals 12 undir pari, 272 höggum (66 71 68 67).

Hollenski kylfingurinn Joost Luiten, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið varð í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir.

Til þess að sja lokastöðuna á Valderrama Masters SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sá hápunkta 4. dags Valderrama Masters SMELLIÐ HÉR:  (Fært inn um leið og myndskeið er til)