Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2017 | 11:00

Champions Tour: Monty sigraði á SAS meistaramótinu!

Fyrrum fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum, Colin Montgomerie (alltaf kallaður Monty) sigraði nú um helgina á Öldungamótaröð PGA (ens. Champions Tour), á SAS Championship.

Nú heldur Monty fullur sjálfstrausts í Charles Schwab Cup umspilið eftir að hafa nælt sér í 2. sigur sinn á 5 vikum á Champions Tour.

Á lokahringnum lék hinn 54 ára Monty á glæsilegum 8 undir pari, 64 höggum í Prestonwood Country Club í Norður- Karólínu.

Samtals lék Monty á 16 undir pari, 200 höggum (69 67 64).  Í 2. sæti voru Vijay Singh og Doug Garwood heilum 3 höggum á eftir Monty, á samtals 13 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á SAS Championship SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má hápunkta SAS Championship með því að SMELLA HÉR: