Keilir fagnar heimkomu Axels með móttöku í golfskálanum
Golfklúbburinn Keilir ætlar að halda móttöku (í dag) þriðjudaginn 17. október þar sem tekið verður á móti atvinnukylfingnum Axel Bóassyni. Íslandsmeistarinn gerði sér lítið fyrir og sigraði í heildarstigakeppninni á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem lauk um s.l. helgi. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær slíkum árangri en mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.
Móttakan hefst kl. 18.00 í golfskála Keilis við Hvaleyrarvöll og eru allir velunnarar, Keilisfélagar og aðrir áhugasamir velkomnir.
Axel endaði í öðru sæti á lokamótinu þar sem að úrslitin réðust í þriggja manna bráðabana. Alls keppti Axel á 20 mótum og sigraði hann á tveimur þeirra. Hann náði að tryggja sér keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni.
Keppnistímabilið er ekki búið hjá Axel því hann tekur þátt á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina.
Árangur Axels á þessu tímabili er áhugaverður. Hann sigraði eins og áður segir á tveimur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni, fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í annað sinn á ferlinum á heimavelli í júlí og hann sigraði einnig á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar.
Texti: seth@golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
