Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda hefur keppni í Ohio

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, IUPUI, hefja leik í dag á Dayton Fall Invitational mótinu.

Mótið fer fram í NCR Country Club, í Kettering, Ohio.

Spilað verður á Norðurvellinum (ens.: North Course) NCR, sem er par-70 og 5.826 yarda langur (5326 metra langur).

Það eru u.þ.b. 70 keppendur frá 14 háskólaliðum, sem þátt taka.

Mótið hefst kl. 10:30 að staðartíma, sem er kl. 14:30 að íslenskum tíma og eru keppendur ræstir út með shotgun byrjun (þ.e. allir í einu).

Ekki er hægt að fylgjast með á skortöflu í beinni en staðan í mótinu verður birt hér á Golf 1 um leið og hún liggur fyrir.