Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Hatton sigraði á Opna ítalska

Það var enski kylfingurinn Tyrrell Hatton, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Opna ítalska.

Hatton lék á samtals 21 undir pari, 263 höggum (69 64 65 65).

Fyrir sigurinn hlaut Hatton sigurtékka upp á € 990,399 (u.þ.b. 123,8 milljónir íslenskra króna).

Þetta er 3. sigur Hatton á Evróputúrnum en hann hefir tvívegis áður sigrað á mótaröðinni, í bæði skiptin á Alfred Dunhill mótinu (2016 og 2017) og í bæði skiptin varð Ross Fisher í 2. sæti.

Allt er þegar þrennt er því 2.  sætinu deildu landi Hatton, Ross Fisher (enn á ný!!!) og thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat, báðir 1 höggi á eftir, á samtals 20 undir pari, 264 höggum hvor; Aphibarnrat (64 67 68 65) og Fisher (68 66 67 63).

Ástralski kylfingurinn Matt Wallace, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið varð í 4. sæti á samtals 19 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags þ.e. lokahringsins á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: