Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ingibjörg og Ólafía Þórunn – 15. október 2017

Afmæliskylfingar dagsins á Golf 1eru tveir: atvinnukylfingurinn okkar, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og LPGA, sem við erum öll svo stolt af og Ingibjörg Kristjánsdóttir, GK.

Ingibjörg Kristjánsdóttir er fædd 15. október 1957 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Ingibjörg er gift Hinrik Kristjánssyni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan

Ingibjörg Kristjánsdóttir

Ingibjörg Kristjánsdóttir

Ingibjörg Kristjánsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!!

****************************************************************************

Þetta er stórafmælisdagur hjá Ólafíu Þórunni, en hún er fædd 15. október 1992 og því 25 ára í dag.

Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með kvennagolfliði Wake Forest  (2010-2014) og má sjá afrek Ólafíu Þórunnar þar með því að SMELLA HÉR: 

Á háskólaárum kynntist hún manninum sínum, Thomas Bojanowski, en þau búa í Koblenz í Þýskalandi.

Ólafía er fyrirmynd og brautryðjandi í íslensku kvennagolfi á svo óramarga vegu.

Sem stendur spilar hún á bestu kvengolfmótaröð heims, LPGA, hefir nýlokið við að spila í 22. móti sínu þar og spilaði þar áður á næstbestu mótaröð heims LET.

Ólafía Þórunn er Íslandsmeistari í holukeppni 2013 og Íslandsmeistari höggleik 2014 og 2016.

Hún er sá íslenski kvenkylfingur og reyndar bara kylfingur almennt, sem spilað hefir í flestum risamótum eða samtals 3 (öllum nú í ár, Opna bandaríska, Opna breska og Evían risamótinu).  Besti árangur Ólafíu Þórunnar í risamótum var á Evían, en þar varð hún T-48 og komst fyrst íslenskra kylfinga í gegnum niðurskurð á risamóti!!!

Ólafía Þórunn er sá íslenski kvenkylfingur sem hefir náð hæst á Rolex-heimslista kvenkylfinga, en sem stendur er hún í 184. sæti.

Hér er aðeins tæpt á fáu sem Ólafía Þórunn hefir afrekað.

Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Ólafíu Þórunni með því að SMELLA HÉR:

Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Mynd: LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Georgiana Millington Bishop f. 15. október 1898 – d. 1. september 1971; Earl Richard Stewart, Jr. (f. 15. október 1921 – d. 11. júlí 1990); Siggi Helgason, 15. október 1935 (82 ára); Ingibjörg Kristjánsdóttir, GK, 15. október 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Ove Bertil Sellberg, f. 15. október 1959 (58 ára); Þór Sigurðsson, GM, 15. október 1964 (53 ára); María Hjorth, 15. október 1973 (44 ára); Carl Richard Stanley Johnson, f. 15. október 1976 (41 árs merkisafmæli!!!); Jimin Jeong f. 15. október 1984 (33 ára); Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO, 15. október 1991 (26 ára); Kyu Jung Baek, frá S-Kóreu – vann fyrsta sigur sinn á LPGA á LPGA KEB – Hana Bank Championship á Ocean golfvelli, Sky 72 klúbbsins, í Incheon, S-Kóreu 19. október 2014, 15. október 1995 (22 ára); Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG, 15. október 2001 (16 ára) …. og …. Sigríður María Jónsdóttir, GO

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is