Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 21:00

German Junior Golf: Sigurður Arnar sigraði í flokki 15-16 ára í Þýskalandi!

Hér fyrr í dag birtist frétt þess efnis að Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, hefði orðið T-7 á stóru unglingamóti í Þýskalandi.

Málið er hins vegar það að skor keppenda 15-16 ára og 17-18 voru ekki sundurgreind, þannig að hið rétta er að Sigurður Arnar varð T-7 yfir alla 85 keppendur í báðum flokkum, sem er stórglæsilegt.

Það sem er hins vegar enn glæsilegra er að Sigurður Arnar sigraði í sínum aldursflokki 15-16 ára!!!

Sigurður Arnar lék á  14 yfir pari, 302 höggum (80 78 69 75).

Glæsilegur sigur hjá Sigurði Arnari á stóru unglingamóti í Berlín, Þýskalandi!!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á German Junior GolfTour Championship Boys SMELLIÐ HÉR: