Kristófer Karl Karlsson, GM. Mynd:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 18:00

German Junior Golf: Kristófer Karl T-4 og Daníel Ísak og Sigurður Arnar T-7 í Þýskalandi!

Þrír íslenskir piltar tóku þátt í  German Junior GolfTour Championship, sem fram fór dagana 11.-14. október 2017 og lauk því í dag. Þeir léku allir í flokki 18 ára og yngri og voru keppendur 85.

Þetta voru þeir Daníel Ísak Steinarsson, GK; Kristófer Karl Karlsson, GM og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG.

Klúbbhúsið í Berliner Golfclub Stolper Heide

Klúbbhúsið í Berliner Golfclub Stolper Heide

Mótsstaður var Berliner Golfclub Stolper Heide, í Berlín, Þýskalandi, en komast má inn á vefsíðu golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Kristófer Karl stóð sig best íslensku keppendanna , en hann lék hringina 4 á á 10 yfir pari, 298 höggum (82 74 73 69) og var T-4 í mótinu. Hann átti stórglæsilegan lokahring upp á 69 högg!!!

Daníel Ísak og Sigurður Arnar deildu með sér 7. sætinu á 14 yfir pari, 302 höggum; Daníel Ísak (74 74 76 78) og  Sigurður Arnar (80 78 69 75).

Frábær topp-8 frammistaða þetta hjá íslensku piltunum!

Til þess að sjá lokastöðuna á German Junior GolfTour Championship Boys SMELLIÐ HÉR: