Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 01:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á 3. hring kl. 1:27 í S-Kóreu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni á Ocean golfvelli Sky 72 golfstaðarins í Incheon, Suður-Kóreu eftir u.þ.b. hálftíma kl. 10.27 a.m.  í S-Kóreu, sem er kl. 1:27 að staðartíma hér á Íslandi.

Ólafía Þórunn átti afar erfiðan hring í gær þar sem hún lék á 7 yfir pari, 79 höggum og er nú í neðsta sæti mótsins.

Samtals hefir Ólafía spilað á 9 yfir pari 153 höggum (74 79) og spennandi hvort henni tekst að laga stöðuna í dag.

Efst  í mótinu er vinkona Ólafíu Þórunnar, Angel Yin, en hún er búin að spila á glæsilegum 11 undir pari, 133. högg (68 65).

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að SMELLA HÉR: