Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2017 | 06:25

LPGA: Ólán Ólafíu í S-Kóreu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var nú rétt í þessu að ljúka 2. hring á LPGA KEB HanaBank Championship á Ocean golfvelli Sky 72 í S-Kóreu.

Það er óhætt að segja að lán og lukka hafi ekki leikið við Ólafíu á 2. hringnum.

Hún kom í hús á 7 yfir pari, 79 höggum og er í neðsta sætinu, eftir hring þar sem hún fékk aðeins 1 fugl en 8 skolla.

Samtals hefir Ólafía Þórunn leikið fyrstu 2 hringina á 9 yfir pari, 153 höggum (74 79).

Sjá má stöðuna á LPGA KEB HanaBank Championship með því að SMELLA HÉR: