Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Boga lauk keppni í Flórída

Stefán Bogason, afrekskylfingur úr GR, og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Florida Tech kepptu á Golfrank Invitational mótinu, sem fram fór á PGA Nationsl Resort & Spa á Palm Beach í Flórída.

Mótið stóð dagana 9.-10. október 2017 og voru þátttakendur 72 frá 12 háskólum.

Stefán keppti sem einstaklingur en við háskóla hans eru margir um hituna að komast í liðið, sem ekki er auðhlaupið.

Eftir 1. hring var Stefán T-12, þ.e. jafn öðrum í 12. sæti en eftir 2. hring var hann T-31; en hann lauk keppni T-52 á samtals skori upp á 15 yfir pari, 231 högg (72 78 81).

Sjá má lokastöðuna á Golfrank Invitational með því að  SMELLA HER:

Næsta mót Florida Tech er Collegiate Players Cup í Rockledge, Flórída, dagana 20.-21. október n.k.