Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2017 | 04:55

Áskorendamótaröð Evrópu: Glæsispilamennska Birgis Leifs

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefir nú nýlokið við 2. hring sinn á 2017 Hainan Open European Challenge Tour (á kínversku: 2017海南公开赛暨欧巡挑战赛 ), sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur átti stórkostlegan 2. hring sem hann lék á 7 undir pari, 65 höggum!!!

Birgir Leifur skilaði skollalausu skorkorti og fékk 7 fugla og 11 pör!!!  Glæsispilamennska þetta!!!

Samtals er Birgir Leifur nú á 8 undir pari, 136 höggum (71 65) og er sem stendur T-4.

Margir eiga þó eftir að ljúka 2. hring þegar þetta er ritað og gæti sætistala Birgis Leifs enn breyst.

Fylgjast má með stöðunni á Hainan Open með því að SMELLA HÉR: