Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2017 | 04:00

LPGA: Erfið byrjun hjá Ólafíu á 2. hring í S-Kóreu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR, hefir nú lokið við fyrri 9 á 2. hring á LPGA KEB HanaBank Championship, sem fram fer á Sky 72 Ocean golfvellinum í Incheon í S-Kóreu.

Byrjunin var gríðarlega erfið hjá Ólafíu en hún byrjaði, líkt og í gær á 10.teig.

Strax þar og næstu tvær brautir á eftir (þ.e. 10.-12. braut) fékk Ólafía skolla og þurfti því að sýna mikinn karakter í framhaldinu.

Henni tókst að taka þetta aðeins aftur á par-5 13. brautinni en þar fékk Ólafía Þórunn fugl, en síðan fékk hún annan skolla á par-4 16. brautinni, sem er lengsta par-4 holan á vellinum.  Ólafía virðist eiga í einhverjum vandræðum með þessa braut en hún fékk skolla einnig í gær á hana.

Staðan er því sú eftir fyrri 9 á 2. hring LPGA KEB HanaBank Championship að holurnar 9 hafa spilast á 3 yfir pari og vonandi að Ólafíu gangi svo miklu mun betur með sínar seinni 9 (sem spilast á fyrstu 9 holunum á Ocean golfvelli Sky72).

Sem stendur er Ólafía Þórunn í þriðja neðsta sætinu í mótinu þ.e. í 75. sæti, en auðvitað og vonandi getur það allt saman breyst.

Til þess að sjá stöðuna á LPGA KEB HanaBank Championship SMELLIÐ HÉR: