Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 11:55

Hver er kylfingurinn: Brendan Steele?

Bandaríski kylfingurinn Brendan Steele sigraði í gær, 8. október 2017, á 1. móti PGA Tour á 2017-2018 keppnistímabilinu, Safeway Open.

Þar með varði hann tiitl sinn, en hann sigraði á sama móti fyrir ári síðan! …. Og þar með eru PGA Tour titlar Steele orðnir 3.

Brendan Steele

Brendan Steele

En hver er kylfingurinn: Brendan Steele?

Brendan Steele fæddist 5. apríl 1983 í Idyllwild, Kaliforníu. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of California, í Riverside og er því golfvöllum Kaliforníu býsna kunnugur. Reyndar má segja að hann hafi verið á heimavelli á Silverado í Napa dalnum í Kaliforníu, þar sem Safeway Open fer fram á hverju ári.  Steele útskrifaðist úr háskóla 2005.

Fyrsti sigur Brendan Steele kom á Valero Texas Open

Fyrsti sigur Brendan Steele á PGA Tour kom á Valero Texas Open

Atvinnumannsferill Steele
Sama ár og Steele útskrifaðist úr háskóla, 2005, gerðist hann atvinnumaður í golfi og spilaði í Kaliforníu á the Golden State Tour, og vann 4 sinnum. Árin 2006 og 2007 spilaði Steele á the Canadian Tour, þar sem besti árangur hans var 2. sætið á Telus Edmonton Open árið 2006. Steele var kominn á undanfara Web.com Tour, þ.e. Nationwide Tour árið 2008. Árið  2010 sigraði hann á lokamóti keppnistímabilsins, the Nationwide Tour Championship á Daniel Island. Með þessum sigri færðist hann úr 30. sætinu í 6. sætið á peningalistanum og því hlaut Steele kortið sitt og fullan spilarétt á bestu golfmótaröð heims, PGA Tour fyrir 2011 keppnistímabilið.

Þann 17. apríl 2011 sigraði Steele á 1. PGA Tour móti sínu, Valero Texas Open, átti 1 högg á Kevin Chappell og Charley  þaega hann setti niður 2,5 metra parpútt á 18.  Steele var 3. PGA Tour nýliðinn á mótaröðinni til að sigra í móti 2011, á eftir Jhonattan Vegas (sem sigraði á Bob Hope Classic) og Charl Schwartzel (sem sigraði svo eftirminnilega á Masters risamótinu það ár). Fyrir utan að vinna sér inn $1.1 milljón og PGA Tour kortið sitt í 2 ár þ.e. til loka keppnistímabilsins 2013, þá hlaut Steele boð á eftirfarandi mót:  The Players Championship, Bridgestone Invitational, 2011 PGA Championship, og 2012 Masters. Einnig fór Steele með sigrinum úr 115. sætinu FedEx Cup listanum í 19. sætið.

Þann 16. október 2016 sigraði Steele á Safeway Open; átti 1 högg á Patton Kizzire og vann því 2. sigur sinn á PGA Tour. Með sigur heildarskori sínu jafnaði hann jafnframt mótsmetið þ.e. 18 undir par.

Einkalíf
Steele er frændi Anthony Geary, leikarans sem leikur Luke Spencer í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni General Hospital.