Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 19:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-10 á Race to Himmerland

Axel Bóasson komst með glæsilegum hætti í gegnum niðurskurð í gær,  á Race to Himmerland mótinu, sem er næstsíðasta mót Nordic Golf League mótaraðarinnar.og var fyrir lokahringinn í dag T-16.

Mótið, sem lauk í dag,  stóð dagana 5.-7. október 2017 og var spilað í Himmerland Golf & Spa Resort á 2 völlum: Backtee Course (par-73) og Garia Course (par-68).

Í dag lék Axel á Backtee vellinum og kom í hús á fínu skori, 1 undir pari, 72 höggum.

Samtals lék Axel á 6 undir pari, 208 höggum (70 66 72) og lauk keppni  T-10. Glæsilegt hjá kylfingi ársins á Nordic Golf League!

Sjá má lokastöðuna í Race to Himmerland mótinu með því að SMELLA HÉR: