Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 18:00

Sveit GR lauk keppni í 14. sæti á Evrópumóti golfklúbba

Lokahringur Evrópumóts golfklúbba (2017 European Ladies Club Trophy) var leikinn í dag, í Slóvakíu.

Með sigri á Íslandsmóti golfklúbba í sumar tryggði kvennalið Golfklúbbs Reykjavíkur sér keppnisrétt á mótinu.

Mótið fór fram á Welten vellinum í Bac og þátttakendur voru 45 í 16 liðum og voru leiknir þrír hringir, dagana 5.-7. október 2017 og lokahringurinn í dag.

Það voru þær Halla Björk Ragnarsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Berglind Björnsdóttir, sem kepptu í Slóvakíu og liðsstjóri þeirra var Ingi Rúnar Gíslason.

Berglind lék á samtals 24 yfir pari, 240 höggum (77 77 86) og varð í  23. sæti.

Jóhanna Lea lék samtals á 40 yfir pari, 256 höggum (86 87 83) og varð í 36. sæti

Halla Björk lék á samtals á á 41 yfir pari, 257 höggum (86 81 92).

Sveit GR lauk keppni í 14. sæti.

Sjá má lokastöðuna á Evrópumóti golfklúbba með því að SMELLA HÉR: