Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Hatton leiðir á Alfred Dunhill – Hápunktar 3. dags

Það er enski kylfingurinn Tyrrell Hatton, sem leiðir fyrir lokadag Alfred Dunhill mótsins.

Hatton hefir spilað á samtals 18 undir pari, 198 höggum ( 68 65 65).

Í 2. sæti, 5 höggum á eftir, er franski kylfingurinn Grégory Bourdy og í 3. sæti er írski kylfingurinn Paul Dunne á samtals 11 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta frá 3. degi Alfred Dunhill mótsins SMELLIÐ HÉR: