Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Fleetwood og Hatton leiða í hálfleik á Alfred Dunhill – Hápunktar 2. dags

Tommy Fleetwood sló vallarmetið á Carnoustie og kom sér upp að hlið þess, sem á titil að verja á Alfred Dunhill mótinu, en það er Tyrell Hatton.

Fleetwood og Hatton deila 1. sætinu í hálfleik mótsins, báðir á 11 undir pari, 133 höggum; Fleetwood (70 63) og Hatton (68 65).

Fleetwood er að spila aðeins í 4. móti sínu frá því í júlí, en hann virtist lítið ryðgaður.

Einn í 3. sæti er annar forystumanna 1. dags, Ryder Cup stjarnan belgíska Nicolas Colsaerts, sem er aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum, á samtals 10 undir pari.

Colsaerts á síðan 1 högg á þá Paul Dunne, sem deildi forystunni með honum í gær og Þjóðverjann Marcel Siem, en þeir Dunne og Siem léku á samtals 10 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Alfred Dunhill Championship í hálfleik SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: