Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Særós Eva hefja keppni í dag í Conneticut

Þær Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University hefja í dag keppni á Yale Women´s Fall Intercollegiate mótinu.

Mótið fer fram í New Haven, Conneticut á golfvelli Yale háskóla.

Gestgjafi er Yale háskóli og spilaðir verða 3 hringir.

Þátttakendur í mótinu eru 91 frá 15 háskólum.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Yale Women´s Fall Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: