Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 00:01

PGA: Duncan, Hoge og Steele efstir á Safeway – Hápunktar 1. dags

Það eru þeir Brendan Steele, Tom Hoge og Tyler Duncan sem leiða á 1. móti 2017-2018 keppnistímabilsins á PGA Tour, sem hófst í gær.  Mótið fer fram á Silverado vellinum í Napa dalnum, í Kaliforníu.

Þetta eru ekki kunnugleg nöfn enda tveir strákanna (Duncan og Hoge)  „nýliðar“ á PGA Tour og að standa sig svona svakalega vel á sínu fyrsta móti – Golf 1 mun kynna þá síðar í greinaflokknum „Nýju strákarnir á PGA.“

Brendan Steele á hins vegar titil að verja og hefur titilvörnina vel.

Allir komu þremenningarnir í hús á 7 undir pari, 65 höggum.

Fjórir kylfingar deila síðan 4. sætinu, allir á 5 undir pari, þ.á.m. Lucas Glover, sem ekki hefir verið ofarlega á skortöflu í langan tíma og gaman að sjá ef þar er að verða breyting á!

Sjá má stöðuna á Safeway Open mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags á Safeway Open með því að SMELLA HÉR: