Nýju strákarnir á PGA 2018: Brandon Harkins (3/50)
Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour, sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.
Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.
Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.
Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.
Sá sem varð í 23. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $180,615 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $8,454; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$172,162) var bandaríski kylfingurinn Brandon Harkins.
Brandon Harkins fæddist í Lafayette, Kaliforníu, 13. júlí 1986 og er því 31 árs. Hann er 1,83 m á hæð og 84 kg.
Hann á bróður Bo, sem er góður fiskveiðimaður en uppáhaldstómstundir Harkins eru veiðar, fiskveiðar og að vera á skíðum.
Harkins var í Las Lomas High School í Walnut Creek, í Kaliforníu. Þar var hann first-team-all-league.
Hann hefir að undanförnu verið að spila í 2. deildinni í bandaríska karlagolfinu, Web.com Tour, en þar áður lék hann á PGA Tour Canada og PGA Tour Latinoamérica.
Besti árangur Harkins í risamóti er T-59 árangur á Opna bandaríska árið 2016.
Nokkrir áhugaverðir punktar um Harkins:
Uppáhaldsgolfvöllur Harkins er Spyglass Hill
Harkins ferðast aldrei án vegabréfs síns
Uppáhaldsapp-ið er Snapchat
Uppáhaldsatvinnumannalið Harkins eru San Francisco Giants, San Francisco 49ers og the Golden State Warriors.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur Harkins er „Law and Order“ og uppáhaldskvikmynd hans er „Dumb and Dumber.“
Uppáhaldsíþróttamaður Harkins er Buster Posey.
Uppáhalds frístaður Harkins er Telluride, Colorado.
Hann myndi vilja skipta um hlutverk við forseta Bandaríkjanna í 1 dag.
Í uppáhaldsholli Harkins eru afi hans, Arnold Palmer og George W. Bush.
Það eru ekki margir sem vita að Harkins er frábær dansari.
Hann myndi gjarnan koma fram í Field and Stream fyrir „að setja met fyrir að veiða stærsta barrann (bass (fiskur)).“
Ef spila ætti kynningarlag fyrir Harkins á 1. teig þá myndi hann velja eitthvað eftir uppáhaldssöngvara sinn, Luke Bryan.
Twitter Harkins er @brandonharkins.
Instagramfang Harkins er @brandonharks.
Lægsta skor Harkins í golfinu er 60.
Það svalasta sem Harkins hefir gertu utan golfsins er að kvænast konu sinni, Rachel.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
