PGA: Thomas kylfingur ársins og Schauffele nýliði ársins
Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas er búinn að eiga hreint magnað ár 2017, það sem af er.

Justin Thomas og Jack Nicklaus
Hann sigraði 5 sinnum á PGA Tour og átti 12 topp-10 árangra og það hefir fleytt honum til titilsins kylfingur ársins 2017 á PGA Tour.
Thomas, er 24 ára frá Louisville, Kentucky og féll honum 10 milljóna bónus potturinn á lokamóti PGA Tour FedExCup í skaut eftir 5 sigra á tímabilinu, en þeirra á meðal var fyrsti risamótssigur hans á PGA Championship.
Aðrir sigrar hans unnust á CIMB Classic, Sentry Tournament of Champions, Sony Open in Hawaii og Dell Technologies Championship. Á Sony Open, varð Thomas yngsti kylfingurinn til þess að ná skori upp á 59 á PGA Tour.
Thomas er í hóp Jack Nicklaus, Tiger Woods og Jordan Spieth, en þeir 4 eru einu kylfingarnir frá 1960 til þess að ná 5 sigrum á einu keppnistímabili PGA Tour, áður en þeir urðu 25 ára.

Bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele eftir sigur á TOUR Championship 2017
Xander Schauffele er nýliði ársins á PGA Tour 2017 eftir að hafa valinn til þess að hljóta þann titil af félögum sínum á PGA Tour. Framkvæmdastjóri PGA Tour, Jay Monahan, sagði m.a. að það að hjóta slíka viðurkenningu af félögum sínum væri ein sú hæsta sem hægt væri að hljóta.
Schauffele er 23 ára frá San Diego í Kaliforníu. Á nýliðaári sínu sigraði hann í 2 mótum: Greenbrier Classic og lokamóti PGA Tour, þ.e. Tour Championship. Hann er einn af 6 á PGA Tour nú í ár til að sigra í fleiri en 1 móti. Hinum sem það tókst eru: Justin Thomas, Jordan Spieth, Dustin Johnson, Hideki Matsuyama og Marc Leishman. Í 28 mótum, sem Schauffele spilaði í varð hann 4 sinnum meðal efstu 10 og náði niðurskurði 20 sinnum!
Schauffele er 4. kylfingurinn fæddur 1994, sem hlýtur titilinn nýliði ársins, en hinir sem hlotið hafa titilinn á undan honum eru: Jordan Spieth (2013); Daníel Berger (2015) og Emiliano Grillo (2016).
Sjá má kynningu Golf 1 á Schauffele með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
