Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2017 | 20:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Andri Þór og Guðmundur Ágúst luku 2. hring á Englandi

Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, léku í dag 2. hring á   á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi á Frilford Heath vellinum á Englandi.

Andri Þór er samtals búinn að spila á 3 yfir pari, 147 höggum (72 75) og er T-49.

Guðmundur Kristján hins vegar hefir leikið á 7 yfir pri, 151 höggi (72 79) og er T-70.

Þetta er í annað sinn sem Andri Þór og Guðmundur Kristján reyna fyrir sér á úrtökumótinu og þeir komust báðir í gegnum 1. stigið í fyrra.

Um 700 keppendur taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins en keppt er á 8 völlum í haust og komast um 25% af keppendum á hverju velli fyrir sig áfram á 2. stigið.

Sjá má stöðuna á Frillford Heath úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: