Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2017 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Stefán og Florida Tech luku keppni í 2. sæti á Cougar Inv.!

Stefán Þór Bogason, GR og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Florida Tech tóku þátt í Cougar Invitational presented by Aflac, dagana 25.-26. september sl.

Mótið fór fram í Country Club of Columbus, í Columbus, Georgíu.

Þetta var fremur stórt mót – Keppendur 90 frá 18 háskólum.

Stefán Þór lauk keppni T-74 með skor upp á 15 yfir pari, 228 höggum (83 69 76).

Stefán Þór átti glæsilegan 2. hring upp á 69 högg, sem taldi í frábærum árangri liðs hans Florida Tech í liðakeppninni, en þar náði liðið 2. sætinu!

Sjá má lokastöðuna á Cougar Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Florida Tech er 9.-10. október n.k. í Palm Beach Gardens í Flórída