Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2017 | 20:00

GKS: Nýr golfvöllur opnar á Siglufirði 2018

Nýr golfvöllur á Siglufirði hefur verið í byggingu síðan árið 2012 og fyrst stóð til að opna hann árið 2015 og svo aftur 2016 eftir tafir vegna óhagstæðra veðurskilyrða, en nýjasta áætlunin er að opna hann árið 2018.

Golfklúbbur Siglufjarðar hafði unnið að hugmynd af nýjum velli frá 2009 og mun flytja starfsemi sína á nýjan völl þegar hann opnar og mun eldri völlurinn hætta starfsemi.

Fjallabyggð og Rauðka hófu viðræður um uppbyggingu svæðisins í Hólsdal og úr varð að stofna sjálfseignarfélagið Leyningsáss ses.

Aðalstarfsemi félagsins yrði uppbygging á Skíðasvæðinu í Skarðsdal og uppbygging nýs golfvallar.

Nýi golfvöllurinn er hannaður af Edwin Roald.

Farið var í þessa framkvæmd til að auka fjölbreytni í þjónustu við íbúa og alla þá fjölmörgu ferðamenn sem til Fjallabyggðar koma.

Hugmyndin af hönnun vallarins var einnig að byggja upp útivistarsvæði sem þjónustað getur fleiri en golfáhugamenn svæðisins.

Reið- og gönguleiðir eru skipulagðar á svæðinu ásamt tengingu við Skógræktina í Skarðsdal.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá nýja golfvellinum:

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-Holsvoellur-6

Flott ný eyjaflöt á nýjum Hólsvelli Golfklúbbs Siglufjarðar

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-Holsvoellur-4

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-Holsvoellur-3

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-Holsvoellur-2

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-Holsvoellur-1

Texti og myndir: Magnús Rúnar Magnússon (magnus@hedinsfjordur.is)