GKS: Nýr golfvöllur opnar á Siglufirði 2018
Nýr golfvöllur á Siglufirði hefur verið í byggingu síðan árið 2012 og fyrst stóð til að opna hann árið 2015 og svo aftur 2016 eftir tafir vegna óhagstæðra veðurskilyrða, en nýjasta áætlunin er að opna hann árið 2018.
Golfklúbbur Siglufjarðar hafði unnið að hugmynd af nýjum velli frá 2009 og mun flytja starfsemi sína á nýjan völl þegar hann opnar og mun eldri völlurinn hætta starfsemi.
Fjallabyggð og Rauðka hófu viðræður um uppbyggingu svæðisins í Hólsdal og úr varð að stofna sjálfseignarfélagið Leyningsáss ses.
Aðalstarfsemi félagsins yrði uppbygging á Skíðasvæðinu í Skarðsdal og uppbygging nýs golfvallar.
Nýi golfvöllurinn er hannaður af Edwin Roald.
Farið var í þessa framkvæmd til að auka fjölbreytni í þjónustu við íbúa og alla þá fjölmörgu ferðamenn sem til Fjallabyggðar koma.
Hugmyndin af hönnun vallarins var einnig að byggja upp útivistarsvæði sem þjónustað getur fleiri en golfáhugamenn svæðisins.
Reið- og gönguleiðir eru skipulagðar á svæðinu ásamt tengingu við Skógræktina í Skarðsdal.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá nýja golfvellinum:






Texti og myndir: Magnús Rúnar Magnússon (magnus@hedinsfjordur.is)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
