Hver er kylfingurinn: Paul Dunne?
Hinn 24 ára írski kylfingur Paul Dunne sigraði í gær, 1. október 2017, á fyrsta móti sínu á Evróputúrnum, sjálfu stjörnum prýddu British Masters.
Margir þekkja samt ekkert til Dunne og kunna að spyrja: Hver er kylfingurinn?
Paul Colum Dunne fæddist í Dublin 26. nóvember 1992, sonur Colum og Michelle Dunne og verður því 25 ára í næsta mánuði. Hann er frá Greystones á Írlandi í Wicklow sýslu. Hann á 2 eldri systkini Alison og David. Dunne var fyrst í Blackrock College, sem er menntaskóli fyrir pilta. Árið 2010 sigraði Dunne Irish Youths Amateur titlinn og næsta ár á eftir var hann í 3. sæti.
Dunne útskrifaðist síðan með viðskiptagráðu í fjármálafræðum frá University of Alabama at Birmingham og var því í bandaríska háskólagolfinu. Skólinn er sá sami og Graeme McDowell var í.
Sem næstefstubekkingur í háskóla (junior) var Dunne útnefndur2014 Conference USA Golfer of the Year. Sem efstubekkingur varð Dunne í 5. sæti í einstaklingskeppninni í 2015 NCAA Division I Men’s Golf Championship. Sem efstubekkingur í háskóla var hann besti maður liðs síns, he Blazers, með meðaltalsskor upp á 71.9.
Dunne komst fyrst á Opna breska 2014 gegnum úrtökumót í Woburn. Hann var með skor upp á 75 og 73 komst ekki í gegnum niðurskurð, en aðeins munaði 2 höggum. Dunne spilaði einnig í Palmer Cup árið 2014.
Dunne lauk áhugamannsferli sínum eftir að hafa verið í liði Breta/Íra í 16,5 – 9,5 vinnings sigri yfir liði Bandaríkjanna á Royal Lytham & St Annes Golf Club í Walker Cup. Hann vann 1,5 stig af 4 mögulegum í þessu 2 daga móti.
Fyrst bar á Dunne á Opna breska 2015 þegar hann spilaði sem áhugamaður og var jafn öðrum í 1. sæti 3 fyrstu hringi mótsins.
Nánar um Opna breska 2015:
Dunne komst á Opna berska 2015 með því að sigra lokaúrtökumótið fyrir risamótið í Woburn. Þetta var 2. árið í röð sem hann sigraði á lokaúrtökumótið. Hann var á69 höggum á fyrstu tveimur hringjunum og komst gegnum niðurskurð. Hann var sá nýliði sem var að standa sig best Á 3. hring var Dunne á 66 höggum og deildi forystunni likt og tvo fyrri dagana á 12 undir pari. Hann var fyrsti áhugamaðurinn frá árinu 1927 til þess að vera í forystu á Opna breska eftir 54 holur og hann setti líka mótsmet fyrir lægsta skor eftir 54 holur af áhugamanni. Á lokahringnum var hann paraður með Louis Oosthuizen. Hann kom í hús á 78 höggum og rann niður skortöfluna og lauk mótinu T-30, sem til þessa er besti árangur Dunne í risamóti.
Atvinnumannsferill:
Dunne gerðist síðan atvinnumaður seint á 2015. Fyrsta mótið sem Dunne lék í sem atvinnumaður í golfi var Alfred Dunhill Links Championship. Í nóvember 2015, hlaut hann kortið sitt á Evróputúrnum eftir að hafa orðið í 16. sæti í Q-school Evróputúrsins. Hann varð síðan í 106. sæti á Race to Dubaí stigalistanum og hlaut inngöngu á Evróputúrinn 2017 keppnistímabilið.
Í april 2017, tapaði Dunne í bráðabana fyrir Edoardo Molinari á Trophée Hassan II. Hann missti 3 m parpútt á 1. holu og Molinari vann á pari. Í október 2017 (nánar tiltekið í gær 1. október) sigraði Dunne í fyrsta sinn á Evróputúrnum á British Masters og átti 3 högg á Rory McIlroy, eftir að hafa spilað lokahringinn á 61. Titill Dunne var 51. titill, sem unninn var af írskum kylfingi á Evróputúrnum.
Sigrar Dunne sem áhugamanns:
2009 Irish Boys Close
2010 Irish Youths Amateur Close
2013 East of Ireland Open Championship, Georgetown Intercollegiate
2014 Samford Intercollegiate
Sigrar Dunne sem atvinnumanns:
1. október 2017 British Masters −20 (66-68-65-61=260) Átti 3 högg á Rory McIlroy.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
