Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda hefur keppni í Indiana í dag

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og IUPUI ((Indiana University-Purdue University Indianapolis) hefja leik í dag á Butler Fall Invitational.

Mótið fer fram dagana 2.-3. október í Highland CC, í Indianapolis í Indiana.

Þátttakendur eru auk IUPUI, golflið Butler (gestgjafanna), Evansville, Fort Wayne, Marian, Indiana State, og Indianapolis, auk Bellarmine, Chicago State, Youngstown State, and Delaware State þ.e. golflið 11 háskóla.

Kvennaliðin leika 2 hringi; einn í dag og annan á morgun.

Highland völlurinn þar sem mótið fer fram er par-70 og 6035 yarda langur (þ.e. 5.518 metra langur).

Ekki er unnt að fylgjast með skori keppenda á skortöflu en Golf 1 um færa fréttir um úrslit í mótinu um leið og þau liggja fyrir.