Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2017 | 08:00

Forsetabikarinn: USA 14,5 – Alþjóðaliðið 3,5 e. 3. dag

Í fjórboltaleikjum Forsetabikarsins, sem fram fóru eftir hádegi á 3. keppnisdegi, þ.e. í gær, laugardaginn 30. september fóru leikar svo að bandaríska liðið halaði inn 3 vinninga meðan Alþjóðaliðið tókst aðeins að sigra í 1 leik, með minnsta mun.

Staðan eftir fjórmenningsleikina, sem fram fóru fyrir hádegið á laugardeginum var 11,5 vinningur g. 2,5 vinningi, bandaríska liðinu í vil.

Eftir hádegi fóru fjórboltaleikirnir á eftirfarandi hátt:

Patrick Reed og Jordan Spieth í bandaríska liðinu unnu þá Louis Oosthuizen og Jason Day  2 & 1

Daniel Berger og Justin Thomas í bandaríska liðinu unnu þá Jhonattan Vegas og Hideki Matsuyama  3 & 2

Brooks Koepka og Dustin Johnson í bandaríska liðinu unnu þá Marc Leishman og Branden Grace 3 & 2

Eina sigur Alþjóðaliðsins unnu Íslandsvinurinn Anirban Lahiri frá Indlandi og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu gegn þeim Kevin Chappell og Charley Hoffman í bandaríska liðinu, með minnsta mun  1 up.

Staðan er því svo eftir 3. keppnisdag Forsetabikarsins að lið Bandaríkjanna er með 14,5 vinning g. 3,5 vinningi Alþjóðaliðsins.

**************

Nú eru aðeins tvímenningsleikir sunnudagsins eftir, sem fram fara í dag og vonandi að Alþjóðaliðið nái að rétta aðeins úr kútnum.

Til þess að sigra lið Bandaríkjanna verður Alþjóðaliðið að vinna alla tvímenningsleikina nema einn og sá leikur verður að falla á jöfnu.  Ansi ólíklegt er að Alþjóðaliðinu takist það – en samt er vonandi að því takist að rétta stöðuna aðeins!

Í tvímenningnum mætast eftirfarandi kylfingar í dag, sunnudaginn 1. október 2017:

Kevin Chappell í bandaríska liðinu mætir Marc Leishman úr Alþjóðaliðinu.

Charley Hoffman í bandaríska liðinu mætir Jason Day úr Alþjóðaliðinu.

Justin Thomas í bandaríska liðinu mætir Hideki Matsuyama úr Alþjóðaliðinu.

Daníel Berger í bandaríska liðinu mætir Si Woo Kim úr Alþjóðaliðinu.

Matt Kuchar í bandaríska liðinu mætir Charl Schwartzel úr Alþjóðaliðinu.

Patrick Reed í bandaríska liðinu mætir Louis Oosthuizen úr Alþjóðaliðinu.

Dustin Johnson í bandaríska liðinu mætir Branden Grace úr Alþjóðaliðinu.

Brooks Koepka í bandaríska liðinu mætir Adam Scott úr Alþjóðaliðinu.

Jordan Spieth í bandaríska liðinu mætir Jhonattan Vegas úr Alþjóðaliðinu.

Kevin Kisner í bandaríska liðinu mætir Anirban Lahiri úr Alþjóðaliðinu.

Phil Mickelson  í bandaríska liðinu mætir Adam Hadwin úr Alþjóðaliðinu.

Rickie Fowler í bandaríska liðinu mætir Emiliano Grillo úr Alþjóðaliðinu.

Fylgjast má með Forsetabikarnum á skortöflu með því að SMELLA HÉR: