Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2017 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir varð í 10. sæti – Stefán í 15. sæti á MVU Fall Inv.

Háskóli Arnars Geirs Hjartarsonar, afrekskylfings og klúbbmeistara GSS 2017, Missouri Valley var gestgjafi á Missouri Fall Invite, sem fram fór dagana 25.-26. september sl.

Mótið fór fram á Indian Foot Hills golfvellinum, í Missouri.

Þátttakendur voru 52 frá 9 háskólum.

Arnar Geir lék á samtals 4 yfir pari, 148 höggum (73 75) og varð í 10. sæti, sem er góður árangur!!!

Missouri Valley háskóli, sendi 3 golflið í keppnina A-lið, B-lið og C-lið og var Arnar Geir í A-liðinu, sem sigraði liðakeppnina.

Næsta mót Arnars Geirs og Missouri Valley er Flyer Intercollegiate mótið, sem fram fer Cog Hill Country Club í Lemont, Illinois, 2.-3. október 2017.

Liðsmynd af karlagolfliði Bethany College 2017-2018. Á myndinni má sjá Birgi Björn Magnússon og Sigurð Sigmundsson

Liðsmynd af karlagolfliði Bethany College 2017-2018. Á myndinni má sjá Birgi Björn Magnússon (neðri röð lengst t.v.) og Stefán Sigmundsson (neðri röð lengst t.h.)

Á Missouri Fall Invite tók líka þátt íslenski kylfingurinn Stefán Sigmundsson GA, frá Akureyri, sem er við nám í Bethany College í Kansas.

Stefán Sigmundsson

Stefán Sigmundsson, GA

Tveir íslenskir kylfingar eru stúdentar og í golfliðinu við háskólann, en auk Stefáns er það Birgir Björn Magnússon klúbbmeistari GK 2017.

Birgir Björn tók ekki þátt í Missouri Fall Invite og allir frá Bethany kepptu sem einstaklingar, þar sem háskólinn sendi ekki lið í liðakeppnina.

Stefán varð T-15; lék á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (74 77) og varð T-15 þ.e. deildi 15. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Missouri Fall Invite SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót karlagolfliðs Bethany College er Kansas Wesleyan mótið, sem fram fer 2.-3. október 2017.