Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni í Svíþjóð T-9

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK lék í dag 3. og lokahringinn á GolfUppsala Open.

Axel lék á samtals 10 undir pari, 209 höggum (70 68 71).

Hann deildi 9. sætinu í mótinu með 3 öðrum kylfingum.

Sigurvegari mótsins varð Finninn Lauri Ruuska, á samtals 15 undir pari (65 68 71) – Athygli vekur að Lauri og Axel léku á sama höggafjölda á öllum nema 1. deginum.

Til þess að sjá lokastöðuna á GolfUppsala Open SMELLIÐ HÉR: