Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2017 | 07:45

LET: Lífstílsviðtal v/Valdísi Þóru

Á facebooksíðu LET er lífstílsviðtal við Valdísi Þóru Jónsdóttur, atvinnukylfing, sem spilar bæði í 1. og 2. deild evrópsks kvennagolfs, eins og allir vita, þ.e. LET og LET Access.

Viðtalið má sjá á ensku á síðu LET með því að SMELLA HÉR: en fyrir þá sem vilja lesa það í lauslegri íslenskri þýðingu þá fylgjir það hér að neðan:

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, LET Access og LET. Mynd: LET

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, LET Access og LET. Mynd: LET

„Evrópska vika íþrótta heldur áfram og LET reynir að kynna kosti þess að  að vera virkur og hafa heilbrigðran lífsstíl. Í dag er fókusinn á Valdisi Þóru Jónsdóttur frá Íslandi, sem er að spila í WPGA International Challenge í Stoke by Nayland Hotel Golf og Spa, sem er mót  á 2017 tímabilinu á LET Access Series.

Hver fékk þig til að stunda íþróttir og í hvaða íþróttum varstu þegar þú varst yngri?

Foreldrar mínir skráðu mig á sundnámskeið þegar ég var yngri og besta vinkona mín kenndi mér að sparka í fótbolta í 1. bekkk og ég laumaðist á fótboltaæfingu með henni til að reyna og  að lokum sannfærði ég mömmu mína um að skrá mig líka í fótbolta.  Fjölskylda mín hefur alltaf verið í golfi, svo að sjálfsögðu var ég skráð í sumargolfnámskeið þegar ég var yngri og mér líkaði það. Ég hélt áfram að synda í um þrjú ár, var í fótbolta í 12 ár og hef spilað golf frá því ég var átta ára og svo var ég líka í  karate í um tvö eða þrjú ár.

Afhverju hefir þú gaman af íþróttum?

Bara tilfinningin sem maður fær þegar endorphínin virka  er ótrúleg. Að sigrast á ákveðnum hindrunum sem maður lendir í og ​​hefir æft í langan tíma til að yfirkoma er líka góð tilfinning. Og bara sú staðreynd að maður lærir að þekkja líkama sinn svo vel, hvernig hann virkar, hreyfir sig og starfar. Það er ótrúlegt hvað mannslíkaminn getur þolað og náð.

Fyrir utan golf, hvaða íþróttir stundarðu og hvers vegna?

Ég er ekki virk í öðrum íþróttum fyrir utan golf en ég fer í ræktina, að sjálfsögðu til að byggja upp meiri styrk, sprengi- kraft og þrek. Íþróttir sem ég nýt, en hef ekki mikið af tækifærum til að stunda, eru fótbolti og tennis og svo líkar mér að fara í gönguferðir.

Hvaða þýðingu hefur #beactive herferðin fyrir þig og af hverju styður þú herferðina?

Að vera virkur er mjög mikilvægt fyrir menn. Líkaminn mun umbuna þér fyrir vinnu þína og líkamleg og andleg heilsa batnar. Ég hef tilhneigingu til að verða mjög þung hvað andlegu hliðina áhrærir þegar ég er ekki nógu virk þannig að ég reyni að ganga úr skugga um að hreyfi mig reglulega.

Hvernig notarðu stöðu þína til að hjálpa og hvetja aðra til að lifa heilbrigðum lífsstíl?

Ég pósta hvatningarþjálfun á Instagram vef mínum vegna þess að ég veit að aðrir hvatningarþjálfunarpóstar hjápa til við að hvetja mig til að vera virkari.

Hefur virkur lífsstíll hjálpað þér að sigrast á vandamálum?

Ég veit, af eigin reynslu minni, að íþróttir geta hjálpað þér að losa þig við gremju og neikvæða orku og þær geta hjálpað til við að ná aftur jafnvægi. Árið 2008 var ég að spila í Íslandsmótinu í holukeppni á Íslandi en einnig að bíða eftir að landsliðsþjálfarinn tilkynnti hver væri að fara til Ástralíu fyrir Heimsbikarinn og ætti að vera fulltrúi  Íslands. Kvöldið fyrir síðasta daginn sendi hann okkur tölvupóst og ég sá að ég var fyrsti varamaður. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þar sem ég hafði spilað mjög vel á því ári og það hafði lengi verið draumur minn að koma til Ástralíu. Augljóslega var ég tryllt vegna tölvupóstsins, fór í æfingagallan og bara hljóp út úr húsinu eins hratt og ég gat og eins langt og ég komst og það losaði mjög um gremju og orku. Næsta morgun spilaði ég holukeppnisleik gegn einni af stelpunum sem hafði komist í liðið og sigraði hana 3&2.