Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar T-6 e. 1. hring í Kentucky

Björn Óskar Guðjónsson, GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Louisiana Lafayette, hófu í dag keppni á Louisville Cardinal Challenge.

Mótið fer fram í Louisville, Kentucky og stendur dagana 29. september – 1. október 2017.

Þátttakendur eru 69 frá 13 háskólum.

Eftir 1. hring er Björn Óskar T-6, lék á 1 undir pari, 71 höggi, fékk 4 fugla og 3 skolla sem er glæsilegt!!! Meira svona!!!

Louisiana er í 3. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag.

Til þess að sjá stöðuna á Louisville Cardinal Challenge SMELLIÐ HÉR: