Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 20:00

Forsetabikarinn: Bandaríkin 8 – Alþjóðaliðið 2 e. 2. dag

Bandaríska liðið hefir tekið afgerandi forystu á 2. degi Forsetabikarsins, er komið með 8 vinninga á móti 2 vinningum Alþjóðaliðsins.

Í fjórboltaleikjum dagsins í dag unnu Bandaríkjamenn alla leiki sína, nema einn, sem féll á jöfnu.

Hér má sjá hvernig leikar fóru í dag, föstudaginn 29. september 2017:

Allt féll á jöfnu í leik Patrick Reed og Jordan Spieth g. þeim Branden Grace og Louis Oosthuizen.

Justin Thomas og Rickie Fowler í bandaríska liðinu unnu Branden Grace og Louis Oosthuizen  3&2.

Kevin Kisner og Phil Mickelson í bandaríska liðinu unnu Marc Leishman og Jason Day 1 up.

Charley Hoffman og Kevin Chappell í bandaríska liðinu unnu Anirban Lahiri og Charl Schwartzel 6&5.

Brooks Koepka og Dustin Johnson í bandaríska liðinu unnu þá Jhonattan Vegas og Adam Scott 3&2.

Sjá má stöðuna á Forsetabikarnum þ.e. úrslit föstudagsins og uppstillingar laugardagsins með því að SMELLA HÉR: