Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 01:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Ólafur Björn komst ekki g. 1. stigið í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson, GKG, komst ekki í gegnum 1. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í Golf d´Hardelot í Frakklandi.

Úrtökumótið fór fram 26.-29. september og var skorið niður í gær og komst Ólafur Björn ekki í gegnum niðurskurðinn.

Ólafur Björn lék á samtals 4 yfir pari, 217 höggum (69 73 75) og munaði aðeins 1 ergilegu höggi að Ólafur Björn næði niðurskurði, en niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari eða betra.

Efstir fyrir lokahring úrtökumótsins, sem leikinn verður í dag eru heimamennirnir Franck Daux og Antoine Rozner, en báðir hafa spilað á samtals 13 undir pari hvor.

Sjá má stöðuna í úrtökumótinu í Golf d´Hardelot með því að SMELLA HÉR: