Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 17:00

Nordic Golf League: Axel bestur af 4 ísl. kylfingum sem hófu keppni í Svíþjóð í dag

Axel Bóasson, GK;  Andri Þór Björnsson, GR;  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR hófu í dag keppni á Golf Uppsala mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League.

Axel lék best af íslensku keppendunum var á 3 undir pari, 70 höggum – fékk 5 fugla, 2 skolla og er T-15,

Andri Þór var á 2 undir pari, 71 höggi – fékk 6 fugla og 4 skolla og er T-21.

Guðmundur Ágúst lék á 1 undir pari, 72 höggum; fékk 4 fugla og 4 skolla  og er T-35 og Haraldur Franklín var á 2 yfir pari, 75 höggum; fékk 3 fugla og 5 skolla og er T-55.

Sjá má stöðuna á Golf Uppsala mótinu með því að SMELLA HÉR: