Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 02:00

Golfvellir á Nýja-Sjálandi: Windcross Farms (völlurinn sem Ólafía Þórunn keppir á)

Hér í nótt verður örlítil kynning á Windcross Farms golfvellinum, sem er fyrsti völlurinn í Nýja-Sjálandi, þar sem mót á LPGA mótaröðinni fer fram.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir keppir nú í þessum rituðum orðum á vellinum.

Windross Farm völlurinn er aðeins í 35 mínútna keyrslu suður af Auckland, á Nýja-Sjálandi, en Auckland er ein stærsta borg Nýja-Sjálands, með 1,5 milljón íbúa.

Fyrstu íbúar Auckland voru Maorí frumbyggjarnir en á tungumáli Maori heitir Auckland Tāmaki eða Tāmaki-makau-rau, sem þýðir „Tāmaki með hundrað elskendur“, en þetta er vísun til þess hversu frjósamt landið er.

Golfvallarhönnuður Windcross Farms eru Brett Thomson hjá RBT Design og Phil Tataurangi, en völlurinn opnaði 2011.

Hann er þekktur fyrir að vera mjög krefjandi og er 5.859 m að lengd, par-72 með tvær 9 holu par-36 brautir, sem eru næstum jafnlangar.  Windcross Farms er talinn vera 15. besti völlur Nýja-Sjálands.

Sjá má uppdrátt af vellinum með því að SMELLA HÉR: 

Flatirnar eru margar bylgjóttar, á vellinum eru 38 glompur, fullt af trjágróðri en aðaleinkenni vallarins er vatn, en á vellinum eru 4 vötn, með fullt af smálækjum.

Sjá má kynningarmyndskeið um Windcross Farms með því að SMELLA HÉR: 

Ýmsar upplýsingar um Windcross Farms:

Símanúmer: (09) 281 5414

Golfbúð og rástímabókanir: (09) 281 5414 ext 1

Proshop tölvupóstfang: shop@windrossfarm.co.nz

 

Almennt tölvupóstfang: office@windrossfarm.co.nz

Heimilisfang: Windross Farm Golf Course
237 Alfriston-Ardmore Road

RD2, Ardmore Papakura, 2582

Auckland, New Zealand

Póstfang: PO BOX 75-506

Manurewa, 2243

Auckland, New Zealand