Forseti PGA of America styður að Tiger verði fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder Cup
Um næstu helgi eftir ár mætast lið Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder bikarnum í París.
Margt hefir gerst s.l. 4 ár í Rydernum eftir ósigur liðs Bandaríkjanna 2014, þar sem Phil Mickelson gagnrýndi harkalega fyrirliða Bandaríkjanna Tom Watson og heilt teymi var myndað til að bæta árangur liðs Bandaríkjanna, með þeim árangri að liðið sigraði í Hazeltine 2016.
Ýmsir, þ.á.m. Paul Levy, forseti PGA of America, önduðu léttar, því sigurinn færði hvíld eftir óróa og gagnrýnsiraddir eftir tap liðs Bandaríkjanna 2014.
„Ég var þarna [árið 2014] og það var erfitt,” sagði Levy, sem var í The Renaissance Club í East Lothian í síðustu viku í smá hvíld eftir a hafa verið fyrirliði liðs Bandaríkjanna í PGA Cup.
„Þetta (óánægjan) var að byggjast upp alla vikuna og Phil er mjög viljasterkur maður með ákveðnar skoðanir. Sumir segja að hann eigi skilið hrósið [að bandaríska liðið fór að endurskipuleggja sig].“
Fréttamannafundurinn á Gleneagles er sögulegur þar sem golfgoðsögnin Tom Watson engdist sundur og saman eins og fata full af álum, meðan Mickelson sagði sína skoðun á honum umbúðalaust. Var virklega þörf á því? Kylfingum greinir á um það.
„Ég er ekki viss um að „þörf“ sé rétta orðið,“ sagði Levy. „En Phil er tilfinningaríkur náungi. Hann elskar leikinn, hann elskar Ryder Cup. Hann var frústreraður, þannig lít ég á það.“
„En eftir þetta fengu leikmennirnir að ráða meiru. Ekki aðeins varðandi það hver yrði fyrirliði, heldur allt. Þeir voru meiri þátttakendur og tóku þátt fyrr, en nokkru sinni fyrr.“
„Varafyrirliðarnir voru allir með og bara spenntir. Tiger sendi SMS til Davis [Love III]. Staðreyndin að PGA vildi að leikmennirnir hefðu meira að segja var frábært fyrir þá. Það hleypti orku í stjórnendur þ.e. fyrirliða og varafyrirliða og það skilaði sér til leikmanna. Með því að færa völdin til þeirra hefir það verið frábært og það mun halda áfram að vera frábært fyrir okkur.“
Það höfðu verið sagnir um að viðvera Tiger sem varafyrirliða í Rydernum myndi varpa skugga á allt sem lið Bandaríkjanna væri að reyna að byggja upp en fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Tiger) naut sín í varafyrirliðahlutverkinu.
„Tiger hefir verið varafyrirliði og við viljum að hann fari í gegnum allt kerfið,“ sagði Levy. „Hann er svo sannarlega einn af þeim sem kemur til greina (sem fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Rydernum). Hann á eftir að verða frábær fyrirliði dag einn. Ég meina hann er Tiger Woods.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
